steinthor@mbl.is
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í grein sinni í Morgunblaðinu í gær að samstarf lögreglu og dyravarða á mörgum skemmtistöðum væri jákvætt en veitingamenn þyrftu að gera betur.
Í því sambandi nefnir hann til dæmis þrif og hreinsun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir ýmiss konar óþrifnað utanhúss, áfengisveitingar og reglur í sambandi við neyslu og sölu fíkniefna á skemmtistöðum. Þá bendir hann á að frá því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið til starfa um síðustu áramót, hafi hún lagt megináherslu á aukna, sýnilega löggæslu, hugmyndir séu um færanlega lögreglustöð og ætlunin sé að fjölga öryggismyndavélum í borginni.
Fíkniefnamál hafa ekki verið vandamál á Oliver, að sögn Lofts, en fólki sem sé augljóslega undir áhrifum fíkniefna sé ekki hleypt inn og komi fíkniefnamál upp, sé tafarlaust haft samband við lögreglu. Í þessu sambandi segir hann æskilegt að lögreglan sé í góðu sambandi við staðina og kanni stöðuna reglulega. Hann bendir á að þar sem hann hafi starfað á Spáni hafi dyraverðir á viðkomandi svæði verið samtengdir og þannig hafi þeir getað komið strax til aðstoðar ef á hafi þurft að halda. Æskilegt væri að koma á svipuðu kerfi hér samfara tengingu við lögreglu auk þess sem nærvera lögreglu þyrfti að vera meiri en nú sé.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag