Vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju

Niðurstaða úttektar Ríkisendurskoðunar á framkvæmd kaupa á Grímseyjarferju var kynnt …
Niðurstaða úttektar Ríkisendurskoðunar á framkvæmd kaupa á Grímseyjarferju var kynnt í dag. mbl.is/RAX

Vega­gerðin hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kem­ur að Veg­ar­gerðin tek­ur ábend­ing­ar Rík­is­end­ur­skoðunar sem fram koma í grein­ar­gerð henn­ar um kaup og end­ur­nýj­un á Gríms­eyj­ar­ferju mjög al­var­lega og mun í framtíðinni hafa þær til hliðsjón­ar komi til þess að end­ur­nýja þurfi aðra ferju.

„Rétt er að ástand ferj­unn­ar Oleain Ari­ann var slæmt en það var vitað þegar kaup­in voru gerð. Ástandið var eigi að síður tals­vert verra en bú­ist var við þótt alltaf megi reikna með slíku þegar notuð ferja er keypt.

Skipið var skoðað mörg­um sinn­um og loks tek­in ákvörðun um að ekki væri rétt­læt­an­legt að eyða meiru fé til skoðana, þegar til­lit var tekið til áætlaðs kostnaðar. Það hef­ur sýnt sig að þetta var röng ákvörðun sem draga verður lær­dóm af.

Fyrstu áætlan­ir gerðu einnig ráð fyr­ir því að ferj­an Oleain Ari­ann yrði end­ur­bætt án mik­illa breyt­inga á skip­inu en þær áætlan­ir breytt­ust eins og kem­ur fram í grein­ar­gerð Rík­is­end­ur­skoðunar. Það hef­ur, eins og Rík­is­end­ur­skoðun bend­ir á, gert Vega­gerðinni erfitt um vik.

Auka­verk hafa einnig orðið meiri en eðli­legt get­ur tal­ist og mun Vega­gerðin fara yfir verklags­regl­ur með það í huga að bæta úr, draga úr þörf­inni fyr­ir auka­verk og tryggja svo sem unnt er að auka­verk riðli ekki fyr­ir­fram­gerðum kostnaðaráætl­un­um.

Vega­gerðin fagn­ar því að gera eigi stjórn­sýslu­út­tekt á Vega­gerðinni en bend­ir jafn­framt á að ný­lega var gerð slík út­tekt. Þá reikn­ar Vega­gerðin með að verk­efna­hóp­ur sá sem sam­gönguráðherra hef­ur beðið Vega­gerðina að mynda, nái að vinna fljótt og ör­ugg­lega, þannig að Gríms­eyj­ar­ferj­an kom­ist sem fyrst í gagnið enda verður nýja ferj­an mik­il sam­göngu­bót fyr­ir Gríms­ey­inga," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka