Í byrjun júní síðastliðinn hófst skráning á öllum björgunarbúnaði í miðlægan gagnagrunn. Allir viðbragðsaðilar sem fara með skipulagningu og stjórnun björgunaraðgerða munu síðan geta nýtt sér grunninn við öflun bjarga þegar vá ber að höndum.
Á fréttavef Almannavarna segir að gagnagrunnurinn stytta viðbragðstíma og að öll vinna að öflun bjarga og björgunartækja ætti að verða skilvirkari.
Þetta er samstarfsverkefni á vegum Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og er reiknað með að grunnurinn verði kominn í fulla notkun seinni hluta ársins.