Ekki um að ræða tímabundna launahækkun allra leikskólakennara

Ragn­hild­ur Erla Bjarna­dótt­ir, sviðsstjóri leik­skóla­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að til­laga um greiðslu tíma­bund­inna viðbót­ar­launa til leik­skóla­kenn­ara vegna mann­eklu þýði ekki að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar fái tíma­bundna launa­hækk­un. Lagt sé til, að þeir leik­skól­ar sem ekki hafi full­nýtt fjár­veit­ing­ar sín­ar noti þá pen­inga til að greiða kenn­ur­um tíma­bund­in viðbót­ar­laun vegna þess auka­álags sem mann­ekl­an skapi í skól­un­um.

Ragn­hild­ur seg­ir að tíma­bund­in viðbót­ar­laun, eða svo­nefnd­ar tv-ein­ing­ar, séu í kjara­samn­ing­um hugsuð sem umb­un­ar­kerfi og á næsta ári eigi að taka það upp og gert sé ráð fyr­ir að þá verði lagt fjár­magn í það.

Aft­ur á móti þýði til­lag­an um að nú þegar verði farið að út­hluta tv-ein­ing­um ekki að leik­skól­arn­ir fái aukið fjár­magn til þess, held­ur verði sem fyrr seg­ir notað til þess fjár­magn sem leik­skól­ar kunni að hafa yfir að ráða. Það sé á valdi hvers leik­skóla­stjóra fyr­ir sig hvernig tv-ein­ing­un­um sé út­hlutað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert