Lystisnekkjur nýr valkostur

Lystisnekkja við höfn í Reykjavík
Lystisnekkja við höfn í Reykjavík mbl.is/Frikki
Eftir Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Bandarískir kaupsýslumenn hafa áhuga á að hafa lystisnekkju staðsetta í Reykjavík næsta sumar og bjóða þaðan upp á ferðamöguleika á sjó fyrir vel efnaða ferðamenn.

Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að mikill vöxtur sé í lystisnekkjugeiranum og fylgi hann svipaðri þróun og hafi gerst í sambandi við skemmtiferðaskipin. Í fyrstu hafi þau einkum siglt á Karíbahafi og Miðjarðarhafi en síðan fært út kvíarnar og sigli nú nánast um öll heimsins höf. Sama eigi sér stað með lystisnekkjurnar og ferðir þeirra til Íslands verði til dæmis æ tíðari.

Um 170 snekkjur á ári

Þessar lystisnekkjur eru af ýmsum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikil gæði á hinum ýmsu sviðum. Fyrir helgi kom t.d. Turmoil, ný lystisnekkja, til Reykjavíkur. Hún er smíðuð í Danmörku, er um 60 metra löng og búin hinum ýmsu þægindum, meðal annars þyrlupalli og þyrla fylgir. Eigandinn er frá Chicago og hefur nokkrum sinnum siglt hingað til lands á fyrri snekkjum sínum sem báru sama nafn.

Bylting varð í smíði lystisnekkja eftir að járntjaldið féll og segir Ágúst að um 170 snekkjur séu smíðaðar árlega. Smíðin fari fyrst og fremst fram í Evrópu og Asíu og eftirspurn sé mun meiri en framboðið en með auknum fjölda komi upp nýtt vandamál sem sé að manna áhafnir.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert