steinthor@mbl.is
Bandarískir kaupsýslumenn hafa áhuga á að hafa lystisnekkju staðsetta í Reykjavík næsta sumar og bjóða þaðan upp á ferðamöguleika á sjó fyrir vel efnaða ferðamenn.
Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að mikill vöxtur sé í lystisnekkjugeiranum og fylgi hann svipaðri þróun og hafi gerst í sambandi við skemmtiferðaskipin. Í fyrstu hafi þau einkum siglt á Karíbahafi og Miðjarðarhafi en síðan fært út kvíarnar og sigli nú nánast um öll heimsins höf. Sama eigi sér stað með lystisnekkjurnar og ferðir þeirra til Íslands verði til dæmis æ tíðari.
Bylting varð í smíði lystisnekkja eftir að járntjaldið féll og segir Ágúst að um 170 snekkjur séu smíðaðar árlega. Smíðin fari fyrst og fremst fram í Evrópu og Asíu og eftirspurn sé mun meiri en framboðið en með auknum fjölda komi upp nýtt vandamál sem sé að manna áhafnir.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.