Þrír handteknir í verslun á Akureyri; einn með barefli

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Þrír voru handteknir í sólarhringsverslun á Akureyri um sexleytið í morgun, voru þeir í annarlegu ástandi og einn hafði barefli meðferðis, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Við leit í bíl sem mennirnir voru á fundust meint fíkniefni, hnífur, tvær kylfur og rafmagnsstuðbyssa.

Einn mannanna var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í bílnum fundust sex grömm af meintum fíkniefnum.

Afgreiðslumaður í versluninni tilkynnti lögreglu um mennina. Sá sem hafði kylfuna meðferðis hafði ekki ógnað neinum með henni. Mennirnir fengu að sofa úr sér vímuna á lögreglustöðinni, og síðan var tekin af þeim skýrsla. Vopnin voru haldlögð.

Í fréttum Sjónvarpsins kom fram, að einn mannanna hefði farið aftur í verslunina í kvöld og hótað starfsfólki lífláti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert