Umferðatafir á Reykjanesbraut

Miklar umferðatafir hafa myndast nú í morgun á Reykjanesbraut á móts við IKEA vegna malbikunarframkvæmda og má búast við töfum af þeim sökum næstu daga. Að sögn Umferðastofu verða vegfarendur sem að eru á leið austur Reykjanesbrautina frá Kaplakrika verður helst varir við þetta. Ökumenn sem þurfa að komast milli Hafnarfjarðar og Kópavogs eða Reykjavíkur eru því hvattir til að fara Hafnarfjarðarveginn.

Unnið verður við malbiksyfirlagnir á kaflanum frá Urriðaholti í Garðabæ að Smáralind næstu daga. Af þeim sökum verður umferð færð á vestari akbraut Reykjanesbrautar og tvístefna sett á veginn.

Vegfarendur eru beðnir að sýna fyllstu aðgát og huga vel að merkingum á svæðinu. Hámarkshraði á vinnusvæðinu er 50 km/klst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert