Verklagsreglur samgönguráðuneytisins brotnar

Kristján Möller, samgönguráðherra,
Kristján Möller, samgönguráðherra, mbl.is/ÞÖK

Yf­ir­lýs­ing ráðuneyt­is­stjóra sam­gönguráðuneyt­is­ins vegna grein­ar­gerðar Rík­is­end­ur­skoðunar um kaup og end­ur­nýj­un Gríms­eyj­ar­ferju.

„At­huga­semd­ir Rík­is­end­ur­skoðunar eru litn­ar mjög al­var­leg­um aug­um í sam­gönguráðuneyt­inu. Ljóst er að orðið hef­ur ákveðið brot á skýr­um verklags­regl­um ráðuneyt­is­ins sem kveða á um að gera skuli vandaða verk­efna­áætl­un sem inni­haldi m.a. verk­lýs­ingu, tíma- og kostnaðaráætl­un. Jafn­framt ber verk­efn­is­stjóra að upp­lýsa ráðuneyt­is­stjóra um gang mála og fá samþykki fyr­ir verk­efna­áætl­un.

Við fram­kvæmd þessa máls var þess­um verklags­regl­um ekki fylgt. Tekið verður á því með viðeig­andi hætti og í sam­ræmi við góða stjórn­sýslu."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert