150 milljónum varið aukalega til geðheilbrigðismála ungmenna

.
. mbl.is

Stór­efla á geðheil­brigðisþjón­ustu við börn og ung­linga að sögn Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, heil­brigðis-og trygg­inga­málaráðherra. Á blaðamanna­fundi nú áðan greindi hann frá því að 150 millj­ón­um verði varið í að stór­auka þjón­ustu við börn og ung­linga með hegðunarrask­an­ir á næstu átján mánuðum.

Seg­ir Guðlaug­ur Þór að þegar áætl­un­in verður að fullu kom­in til fram­kvæmda mun það ástand sem nú rík­ir í þess­um mála­flokki heyra sög­unni til. Rík­is­stjórn­in samþykkti þessa til­lögu ráðherr­ans á þriðju­dag.

Gert er ráð fyr­ir að leið barna og ung­menna að þjón­ustu sér­fræðinga á sviði barna- og ung­linga­geðheil­brigðisþjón­ustu verði greiðari. Starfs­mönn­um sem sjá um þjón­ust­una fjölgi og sam­vinna þeirra sem veita þjón­ust­una verði auk­in. Jafn­framt á að auka sam­starf þeirra sem veita þjón­ust­una, að ráðgjafa­hlut­verk og þjón­usta Barna- og ung­linga­geðdeild­ar (BUGL) og Miðstöðvar heilsu­vernd­ar barna verði efld og þess­um aðilum gert kleift að bregðast við þeirri brýnu þörf sem skap­ast hef­ur fyr­ir þjón­ust­una.

Þá er gert ráð fyr­ir að í upp­hafi næsta árs liggi fyr­ir út­tekt á starf­semi og stjórn­un BUGL en á grund­velli henn­ar verða tekn­ar ákv­arðanir um framtíðar­skipu­lag og rekstr­ar­form deild­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert