Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?

00:00
00:00

Fjöldi reyk­vískra for­eldra eru í vand­ræðum vegna skorts á starfs­fólki í leik­skól­um. Formaður leik­skólaráðs seg­ir laun vera stærstu hindr­un­ina í Reykja­vík þar sem hús­næðis­verð er hátt og sam­göng­ur dýr­ar. Þá seg­ir hann nauðsyn­legt að leysa ramma kjara­samn­inga svo hægt verði að umb­una starfs­mönn­um eft­ir hæfni og álagi.

Unnið að fjölg­un kenn­ara­nema

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, formaður leik­skólaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að til langs tíma sé einnig nauðsyn­legt að fjölga fag­menntuðu starfs­fólki. Um 45% starfs­fólks leik­skól­anna er fag­menntað og er starfs­manna­velta þeirra í sam­ræmi við það sem ger­ist í öðrum starfs­grein­um.

Í heild­ina er starfs­manna­velta leik­skóla hins veg­ar 30 - 40%, sem þykir hátt. Starfs­manna­velta er því mest meðal ófag­lærðra. Unnið er að fjölg­un kenn­ara­nema í sam­starfi við mennta­málaráðuneytið, að sögn Þor­bjarg­ar Helgu.

Nýj­ar aðferðir til að laða að starfs­fólk

Fjölg­un kenn­ara­nema leys­ir þó ekki þá bráðu nauðsyn sem nú hef­ur mynd­ast. Næstu vik­ur mun leik­skólaráð reyna nýj­ar aðferðir til þess að fá fólk til starfa. Í millitíðinni verður kom­ist á móts við starfs­fólk sem vinn­ur und­ir miklu álagi með svo­kölluðum TV-ein­ing­um.

Ein­ing­arn­ar veita leik­skóla­stjór­um borg­ar­inn­ar færi á að umb­una starfs­mönn­um sín­um sem vinna und­ir miklu álagi. Þær nýt­ast því ekki nýju starfs­fólki.

Mikl­ar kröf­ur til starfs­fólks

Mikl­ar kröf­ur eru gerðar við ráðningu nýs starfs­manns og tel­ur Arn­dís Bjarna­dótt­ir, leik­skóla­stjóri, það vera hluti af vanda­mál­inu. Þá seg­ir hún einnig vera skort á fag­menntuðum leik­skóla­kenn­ur­um. Laun­in tel­ur hún vera hindr­un, en seg­ir margt vera meira gef­andi en pen­inga og hvet­ur fólk til þess að sækja um starf á leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert