Eru 150 milljónir nóg?

Viðbrögð við tillögu heilbrigðisráðherra um aukningu á þjónustu fyrir börn og ungmenni með geðraskanir eru blendnar. Eftir áralanga baráttu innan málaflokksins eru foreldrar og starfsfólk þakklát auknum stuðningi ráðuneytisins. Á fundi ráðherra, þar sem hann kynnti tillögurnar, kom þó fram gagnrýni á upphæðina sem veitt verður.

Hundrað börn í bráðri þörf fyrir aðstoð

Um hundrað börn er nú í bráðri þörf fyrir aðstoð sem ekki er hægt að veita vegna fjárskorts og manneklu, að sögn formanns Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Fjölmargir foreldrar sem hafa haft samband við samtökin eru ráðþrota.

150 milljónir leysa ekki manneklu

Á fundi ráðherra þar sem hann kynnti tillögurnar komu efasemdir um að upphæðin sem um ræðir sé nægilega há til þess að koma til móts við manneklu. Starfsmenn snúa til annarra starfa vegna lágra launa að sögn ráðgjafa á unglingageðdeild.

Starfsmönnum fjölgi og samvinna aukin

Heilbrigðisráðherra kynnti í dag tillögur sínar að aukinni þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. Um ræðir aðgerðir til þess að taka á þeim vanda sem er til staðar núna og móta stefnu til lengri tíma. 150 milljónum verður varið á næstu átján mánuðum í verkefnið.

Gert er ráð fyrir að leið barna og ungmenna að þjónustu sérfræðinga á sviði barna- og unglingageðheilbrigðisþjónustu verði greiðari. Starfsmönnum sem sjá um þjónustuna fjölgi og samvinna þeirra sem veita þjónustuna verði aukin. Jafnframt á að auka samstarf þeirra sem veita þjónustuna, að ráðgjafahlutverk og þjónusta Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og Miðstöðvar heilsuverndar barna verði efld og þessum aðilum gert kleift að bregðast við þeirri brýnu þörf sem skapast hefur fyrir þjónustuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert