Fimmtán ára síbrotapiltur dæmdur í 2 ½ árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þorkell

Fimmtán ára gam­all pilt­ur var í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag dæmd­ur í 2 ½ árs fang­elsi. Frá refs­ing­unni dregst frá gæslu­v­arðhaldsvist sem pilt­ur­inn hef­ur sætt frá 27. apríl sl., 111 daga. Var pilt­ur­inn ákærður fyr­ir að hafa slegið leigu­bíl­stjóra tví­veg­is í höfuðið með klauf­hamri og reynt að neyða af hon­um fjár­muni. Höfðu dreng­ur­inn og fé­lagi hans verið farþegar í mí bíl leigu­bíl­stjór­ans. Eins var hann ákærður fyr­ir þjófnaði, til­raun til inn­brots, brot á fíkni­efna­lög­um og brot á um­ferðarlög­um sem hann játaði á sig.

Pilt­ur­inn hef­ur þegar hlotið þrjá refsi­dóma, tvo skil­orðsdóma í maí og júní á þessu ári og enn­frem­ur 20 mánaða óskil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm í síðasta mánuði. Seg­ir í dómsorði að refs­ingu hans ber að til­taka sem hegn­ing­ar­auka við þessa dóma og þykir refs­ing­in, með vís­an til þess hve brot ákærða er stór­fellt, en einnig til þess hversu ung­ur hann er, vera hæfi­lega ákveðin fang­elsi í 2 ½ ár.

Höfuðkúpu­brotnaði bíl­stjór­inn og var áverki hans tal­inn lífs­hættu­leg­ur. Hann varð fyr­ir var­an­leg­um heila­skemmd­um og finn­ur reglu­lega fyr­ir minn­is­leysi, höfuðverk og svima. Báðir pilt­arn­ir voru und­ir áhrif­um vímu­efna þegar pilt­ur­inn­framdi lík­ams­árás­ina. Þótti sannað að hann hefði ráðist á bíl­stjór­ann í því skyni að ræna hann. Hann bar fyr­ir dómi að hann hefði ekki ætlað að ræna bíl­stjór­ann en það var ekki talið trú­verðugt.

Samn­ing­ur er í gildi milli Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og Barna­vernd­ar­stofu um að síðar­nefnda stofn­un­in sjái um vist­un þeirra barna sem hljóta refsi­dóma á meðferðar­heim­ili. Slík mál eru sára­fá eða færri en eitt á ári að meðaltali. Vitað er um eitt til­felli þar sem Barna­vernd­ar­stofa varð að vísa barni til afplán­un­ar hjá Fang­els­is­mála­stofn­un. Afplán­un þess ein­stak­lings fór þá ekki fram á Litla-Hrauni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert