Leitin að bestu sultunni

Sultukeppnin mikla verður haldin í Mosfellsdal á laugardag
Sultukeppnin mikla verður haldin í Mosfellsdal á laugardag mbl.is/Árni Torfason
Eft­ir Ein­ar Örn Jóns­son - ein­ar.jons­son@bla­did.net

Sultu­áhuga­menn og aðrir sæl­ker­ar fjöl­menna án efa á hina ár­legu sultu­keppni á sveita­markaðinum í Mos­skóg­um í Mos­fells­dal sem fram fer á laug­ar­dag. Þátt­tak­end­ur geta mætt með afurðir sín­ar milli 12 og 12:30 og verða þær síðan lagðar fyr­ir dóm­nefnd sem kveður upp úr­sk­urð um kl. 15.

Keppn­in hef­ur verið hald­in í nokk­ur ár og hef­ur þátt­taka alltaf verið góð að sögn Jóns Jó­hanns­son­ar á Mos­skóg­um sem rek­ur markaðinn ásamt sveit­ung­um sín­um. Sult­urn­ar koma enn frem­ur víða að. „Við höf­um fengið sult­ur send­ar utan af landi, þær hafa komið úr Reykja­vík, Hafnar­f­irði, Grinda­vík og héðan og þaðan. Það er alltaf skemmti­leg stemn­ing sem skap­ast í kring­um þetta," seg­ir hann.

Að vanda verður dóm­nefnd­in skipuð val­in­kunn­um sæl­ker­um en ekki lá ljóst fyr­ir hverj­ir myndu taka að sér það vanda­sama verk þegar blaðamaður ræddi við Jón. "Við finn­um alltaf ein­hverja," seg­ir hann. „Það er reiknað með að það verði þrír dóm­ar­ar í ár þannig að menn geti rif­ist um hvað þeim finnst."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert