Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson. mbl.is

Sturla Böðvars­son, fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra, seg­ir að af hálfu ráðherra hafi aldrei verið gef­in fyr­ir­mæli "sem áttu að geta leitt til þeirr­ar niður­stöðu sem nú ligg­ur fyr­ir um kostnað við [Gríms­eyj­ar]ferj­una." Þetta kem­ur m.a. fram í yf­ir­lýs­ingu sem Sturla sendi frá sér nú síðdeg­is "vegna umræðu um Gríms­eyj­ar­ferju."

Yf­ir­lýs­ing­in er svohljóðandi:

"Skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar um nýja Gríms­eyj­ar­ferju hef­ur orðið til­efni mik­ill­ar umræðu und­an­farna daga. Vegna nú­ver­andi starfa minna tel ég mig ekki í aðstöðu til að tjá mig um efni þeirr­ar skýrslu. Mér finnst held­ur ekki rétt að ég tjái mig um málið sem fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra. Sam­gönguráðuneytið hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að nú­ver­andi stjórn­end­ur ráðuneyt­is­ins líti málið al­var­leg­um aug­um og muni í fram­hald­inu bregðast við með viðeig­andi hætti. Við það hef ég engu að bæta.

Þar sem mjög er leitað eft­ir um­sögn frá mér um þetta mál leyfi ég mér þó að benda á að Vega­gerðin ann­ast fyr­ir sam­gönguráðuneytið útboð og um­sjón með fram­kvæmd­um sem að jafnaði kosta á bil­inu tíu til tutt­ugu millj­arða króna ár hvert. Sam­gönguráðherra á hverj­um tíma verður að sjálf­sögðu að treysta stofn­un­um sín­um og ráðgjöf­um þeirra til þess að fara að verklags­regl­um og sinna dag­leg­um störf­um sín­um af ýtr­ustu fag­mennsku. Verði mis­brest­ur þar á er end­an­leg ábyrgð vissu­lega ráðherr­ans en dag­leg af­skipti hans eða yf­ir­sýn vegna fram­vindu ein­stakra verk­efna af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir eru auðvitað óhugs­andi. Af hálfu ráðherra voru aldrei gef­in fyr­ir­mæli sem áttu að geta leitt til þeirr­ar niður­stöðu sem nú ligg­ur fyr­ir um kostnað við ferj­una.

Við ákvörðun um nýja Gríms­eyj­ar­ferju voru einkum tveir val­kost­ir til skoðunar. Ann­ars veg­ar að kaupa notað skip og lag­færa það til sam­ræm­is við þarfagrein­ingu sem sér­stak­ur starfs­hóp­ur sem ég skipaði árið 2003 hafði fram­kvæmt. Hins veg­ar að ráðast í ný­smíði sem aug­ljóst var að yrði mun dýr­ari kost­ur. Ódýr­ari leiðin var val­in en því miður kom í ljós að kostnaðaráætlan­ir reynd­ust mjög óraun­hæf­ar miðað við þær end­ur­bæt­ur sem nauðsyn­legt var að ráðast í. Engu að síður bend­ir allt til að end­an­leg­ur kostnaður við kaup og lag­fær­ing­ar Gríms­eyj­ar­ferj­unn­ar verði und­ir því verði sem þurft hefði að greiða fyr­ir nýtt skip. Hag­kvæm­asti kost­ur­inn var því val­inn og þrátt fyr­ir að fram­vinda verks­ins hafi auðvitað valdið mikl­um von­brigðum var aldrei um annað að ræða en að ljúka því með eins hag­kvæm­um hætti og frek­ast væri unnt.

Vega­gerðin hef­ur í gegn­um tíðina ann­ast fjöl­mörg stór verk­efni á borð við jarðganga­gerð og smíði brú­ar­mann­virkja til viðbót­ar við kostnaðarfreka vega­gerð með óaðfinn­an­leg­um hætti. Engu að síður er full­kom­lega eðli­legt að þegar und­an­tekn­ing verður á, jafn­vel þó verk­efnið sé ekki um­fangs­mikið á mæli­kv­arða rík­is­fram­kvæmda, verði það til­efni til ræki­legr­ar um­fjöll­un­ar og viðeig­andi aðgerða. Aug­ljóst er hins veg­ar að slíkt get­ur aldrei verið á borði fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra held­ur ein­ung­is þeirra sem nú standa við stjórn­völ­inn í ráðuneyt­inu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka