Umferðalagabrotum fjölgar en fíkniefnalagabrotum fækkar

Sverrir Vilhelmsson

Í júlí var 1.121 hegningarlagabrot skráð í málaskrá lögreglunnar. Það eru færri brot en í fyrra og árin 2003 og 2004 en aðeins fleiri en í júlí 2005. Umferðarlagabrot voru 6.272 sem er þó nokkur aukning frá því í júlí 2006, sem skýrist að mestu leyti af öflugri umferðarlöggæslu. Fíkniefnabrot voru 180 sem er um 9% fækkun á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá lögreglunni um afbrotatölfræði í júlí 2007.

Þegar litið er til fyrstu sjö mánaða ársins sést að ránsbrotin voru flest í mars, 6 talsins, en 2 í júlí. Fjöldi skráðra brota gegn valdstjórninni fækkaði aðeins í júlí, en flest voru þau í júní.

Aldrei hafa fleiri verið teknir undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur, yfir 2,6 slík brot voru skráð að meðaltali á dag í júlí.

„Lögreglan hefur nú öflugri úrræði og betri búnað til að mæla ávana-og fíkniefni í ökumönnum en áður," samkvæmt skýrslu lögreglunnar. Hraðakstursbrot voru 4.247 í júlí en það eru 39% fleiri brot en á sama tíma í fyrra. Fjöldi eignaspjalla milli ára fækkar aðeins en þau voru talsvert færri í júlí 2005. Ölvunarakstursbrotum fækkaði um 19% milli ára. Fjöldi tilkynntra líkamsmeiðinga fjölgaði um rúm 68% milli ára.

Í júlí 2007 voru rúm 80% þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur Íslendingar en höfðu verið um 90% á sama tíma árið 2005. Flest hraðakstursbrot bílaleigubíla og fyrirtækisbíla eru líklega í gegnum hraðamyndavélar, því vantar ríkisfang ökumanna þessara bíla þar sem beðið er upplýsinga frá þessum aðilum.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka