Stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að fá verðmat á Hafnarhúsið við Tryggvagötu og Slysavarnafélagshúsið á Grandagarði 14 með hugsanlega sölu í huga.
Faxaflóahafnir eiga um 6.000 fermetra hússins og skv. vef Fasteignamats ríkisins er fasteignamat þess hluta um 743 milljónir og brunabótamatið um 1,1 milljarður kr. Fasteignamat Slysavarnafélagshússins er um 120,3 millj. kr. og brunabótamatið um 131,5 millj. kr.
Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir ljóst að verðmæti Hafnarhússins sé mikið, enda eitt stærsta og þekktasta hús borgarinnar. Hann hafi lagt til að verðmat yrði gert með hugsanlega sölu í huga.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.