Nótt menningarvitans og allra hinna

00:00
00:00

Menn­ing­arnótt er sá dag­ur á ár­inu sem lista­menn lands­ins, ung­ir og aldn­ir, sýna list­ir sín­ar í miðbæ Reykja­vík­ur fyr­ir höfuðborg­ar­bú­um. Ekki síður er dag­ur­inn til þess fall­inn að sýna sig og sjá aðra.

Ung­ir og upp­renn­andi lista­menn fá styrk frá Reykja­vík­ur­borg til þess að sýna list sína. Hljóm­sveit­ir fá tæki­færi til að láta í sér heyra þenn­an dag, hvort sem það er lít­illi knæpu, úti á götu eða á stór­tón­leik­um á Mikla­túni.

Ekki síður fá miðbæj­arrott­ur og fyr­ir­tæki miðbæj­ar­ins að láta ljós sitt skína. Mörg fyr­ir­tæki bjóða gest­um og gang­andi að kíkja við og njóta menn­ing­ar og ef til vill veit­inga. Íbúar á svæðinu bjóða svo heim í stand­andi vöfflu­veislu.

Sprengju­höll­in var við upp­tök­ur á nýrri plötu, sem kem­ur út í októ­ber, í Gróður­hús­inu í Breiðholti. Þar leyfði hún frétta­manni mbl.is að heyra nýtt lag Flog­in er Finka. Sveit­in spil­ar klukk­an 20:00 á stór­tón­leik­um Rás­ar 2 og Lands­bank­ans á Mikla­túni og síðar um kvöldið á öld­ur­hús­inu Sirk­us.

Hild­ur Steinþórs­dótt­ir, arki­tekta­nemi og lista­kona, end­ur­ger­ir lista­verk sem hún sýndi í Köln í Þýskalandi fyrr á ár­inu og staðhæf­ir fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður. Um ræðir gám við niðri við tjörn­ina þar sem lista­kon­an túlk­ar ljós og end­ur­skin

Uni­fem býður gest­um og gang­andi á miðstöð Sam­einuðu þjóðanna að Laug­ar­vegi 42. Þar er gest­um boðið að skoða fram­andi kvenna­slóðir Lang­tíburt­i­stan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert