Nýr bátur til Húsavíkur

Háey II ÞH 275
Háey II ÞH 275 mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Í morg­un kom til Húsa­vík­ur nýr línu­bát­ur í eigu GPG ehf. Bát­ur­inn ber nafnið Háey II ÞH 275 og er af gerðinni Vík­ing­ur 1200, smíðaður hjá báta­smiðjunni Sama­tak í Hafnar­f­irði.

Háey II er eins og áður seg­ir línu­bát­ur, 14,9 brútt­ót­onn að stærð og yf­ir­byggður. Hann er út­bú­inn 21 þúsund króka línu­beit­inga­vél frá Mu­stad og aðal­vél­in er 720 hestafla af Yan­mar gerð. Þá eru sigl­inga- og fisk­leit­ar­tæki öll af nýj­ustu gerð.

Kon­ráð Sig­urðsson skip­stjóri á Háey II sagði í sam­tali við frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins, heim­ferðina frá Hafnar­f­irði hafa gengið vel og bát­ur­inn farið vel með þá. Hann vonaðist til að geta farið til veiða seinnipart­inn í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert