Nýr bátur til Húsavíkur

Háey II ÞH 275
Háey II ÞH 275 mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Í morgun kom til Húsavíkur nýr línubátur í eigu GPG ehf. Báturinn ber nafnið Háey II ÞH 275 og er af gerðinni Víkingur 1200, smíðaður hjá bátasmiðjunni Samatak í Hafnarfirði.

Háey II er eins og áður segir línubátur, 14,9 brúttótonn að stærð og yfirbyggður. Hann er útbúinn 21 þúsund króka línubeitingavél frá Mustad og aðalvélin er 720 hestafla af Yanmar gerð. Þá eru siglinga- og fiskleitartæki öll af nýjustu gerð.

Konráð Sigurðsson skipstjóri á Háey II sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins, heimferðina frá Hafnarfirði hafa gengið vel og báturinn farið vel með þá. Hann vonaðist til að geta farið til veiða seinnipartinn í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert