Óskað eftir því að greiddar verði sérstakar álagsgreiðslur á frístundaheimilum

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, að kanna möguleika á því að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna manneklu með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna þar til úr leysist. Var þetta samþykkt á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í dag.

„Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, að kanna möguleika á því að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna manneklu með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna þar til úr leysist.

Með því að nýta launarammann til fulls með þessum hætti getur Reykjavíkurborg lagt sitt af mörkum til standa vörð um og efla enn frekar það faglega starf sem unnið er í frístundaheimilum Reykjavíkurborgar," að því er segir í tilkynningu frá Íþrótta- og tómstundaráði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert