Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum

Páll Bergþórsson
Páll Bergþórsson mbl.is/Árni Sæberg

Óskyn­sam­legt er að staðsetja olíu­hreins­un­ar­stöð á Vest­fjörðum, að mati Páls Bergþórs­son­ar veður­fræðings. Er það vegna þeirr­ar hættu sem ol­íu­skip­um get­ur stafað af haf­ís á sigl­inga­leiðum úti fyr­ir Vest­fjörðum.

Páll minnt­ist þess ekki að hafa upp á síðkastið heyrt minnst á haf­ís­inn í umræðunni um hugs­an­lega olíu­hreins­un­ar­stöð fyr­ir vest­an, né held­ur hvaða áhrif haf­ís kann að hafa á sigl­ing­ar t.d. olíu­flutn­inga­skipa frá Rússlandi fyr­ir norðan Vest­f­irði. Hann seg­ir haf­ís­hætt­una yf­ir­vof­andi mest­an hluta árs­ins á þessu hafsvæði og tel­ur að bet­ur þurfi að huga að þess­um þætti.

"Núna, 12. ág­úst, er t.d. haf­ís­hroði þarna norður und­an, um það bil þegar komið er hálfa leið til Græn­lands. Þó er þetta á hlý­inda­skeiði og á þeim tíma árs þegar ís­inn er kom­inn hér um bil í lág­mark," sagði Páll. Komi ein­hver vestanátt að ráði á þessu svæði, hvenær árs­ins sem er, seg­ir Páll alltaf hættu á jök­um eða meiri hátt­ar ís á sigl­inga­leiðum þarna. Sér­stak­lega þegar haf­ís­inn er í há­marki, í apríl og maí.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert