Stórhýsi kynnt í Hafnarfirði

Fyrirhuguð bygging við Strandgötu í Hafnarfirði
Fyrirhuguð bygging við Strandgötu í Hafnarfirði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði stóðu í gær fyrir kynningarfundi um tillögu að nýju deiliskipulagi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar er gert ráð fyrir stórhýsi við Strandgötu, sem skiptar skoðanir eru um meðal bæjarbúa.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fjölmargar ábendingar og athugasemdir hafi komið fram á fundinum, en bæjaryfirvöld hafi enga afstöðu tekið í málinu enn sem komið er. "Skipulagsyfirvöld bæjarins og skipulagsnefnd munu fara yfir fram komnar athugasemdir og taka svo ákvörðun um framhaldið," sagði Lúðvík.

Neðstu þrjár hæðirnar á fyrirhuguðu húsi eru hugsaðar sem verslunar- og skrifstofuhúsnæði og tengist sá hluti verslunarmiðstöðinni Firði. Sex hæða íbúðarhúsnæði sem bætist þar ofan á hefur valdið sumum íbúum áhyggjum, þá helst vegna skuggavarps og vindstrengja. Frestur til þess að skila athugasemdum rennur út 22. ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka