Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nú að sinna útköllum. Rétt fyrir klukkan átta í kvöld hélt þyrlan Eir upp á Kjalveg að sækja konu sem slasaðist er hún datt af hestbaki. Gná er á leið til landsins með tvo sjúklinga af skipum sem voru djúpt suðvestur af landinu er þau sendu beiðni um aðstoð í gær.
Skipin voru bæði utan drægis þyrlunnar og varð því að bíða uns skipin væru komin nær landinu. Annars vegar var um að ræða þýskt skip, og hins vegar skemmtiferðaskip frá Bahamaeyjum.