Útlendingar 40 prósent starfsmanna við umönnun

Droplaugarstaðir
Droplaugarstaðir
Eft­ir Ingi­björgu B. Sveins­dótt­ur
ingi­bjorg@bla­did.net

Yfir 40 pró­sent starfs­manna við umönn­un á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Drop­laug­ar­stöðum eru af er­lend­um upp­runa. Svipaður fjöldi út­lend­inga starfar við umönn­un á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli. „Öðru­vísi verða þessi heim­ili ekki rek­in," seg­ir hjúkr­un­ar­for­stjór­inn á Skjóli, Aðal­heiður Vil­hjálms­dótt­ir. Hún legg­ur áherslu á að er­lendu starfstúlk­urn­ar séu frá­bær vinnukraft­ur. Hins veg­ar sé það erfitt gagn­vart gamla fólk­inu að hafa svo marga út­lend­inga við störf.

Ingi­björg Bern­höft, hjúkr­un­ar­for­stjóri á Drop­laug­ar­stöðum, seg­ir mönn­un í umönn­un­ar­störf hafa tek­ist í kjöl­far 1 mánaðar ís­lensku­nám­skeiðs á veg­um heim­il­is­ins, Rauða kross­ins og Alþjóðahúss­ins fyr­ir Pól­verja.

„Þeir sem hafa lært ís­lensku í mánuð tala nátt­úr­lega ekki fljúg­andi ís­lensku en þeir gera mikl­ar kröf­ur til sín og aðrir ís­lensku­mæl­andi Pól­verj­ar við störf hér eru þeim og okk­ur til aðstoðar."

Nán­ar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert