Útlendingar 40 prósent starfsmanna við umönnun

Droplaugarstaðir
Droplaugarstaðir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net

Yfir 40 prósent starfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum eru af erlendum uppruna. Svipaður fjöldi útlendinga starfar við umönnun á hjúkrunarheimilinu Skjóli. „Öðruvísi verða þessi heimili ekki rekin," segir hjúkrunarforstjórinn á Skjóli, Aðalheiður Vilhjálmsdóttir. Hún leggur áherslu á að erlendu starfstúlkurnar séu frábær vinnukraftur. Hins vegar sé það erfitt gagnvart gamla fólkinu að hafa svo marga útlendinga við störf.

Ingibjörg Bernhöft, hjúkrunarforstjóri á Droplaugarstöðum, segir mönnun í umönnunarstörf hafa tekist í kjölfar 1 mánaðar íslenskunámskeiðs á vegum heimilisins, Rauða krossins og Alþjóðahússins fyrir Pólverja.

„Þeir sem hafa lært íslensku í mánuð tala náttúrlega ekki fljúgandi íslensku en þeir gera miklar kröfur til sín og aðrir íslenskumælandi Pólverjar við störf hér eru þeim og okkur til aðstoðar."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka