„Verklagið er viðurkennt"

Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra vís­ar þeirri gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoðunar á bug sem snýr að aðkomu fjár­málaráðuneyt­is­ins að fjár­mögn­un hinn­ar nýju Gríms­eyj­ar­ferju.

Að mati skýrslu­höf­unda stenst sú aðferð að fjár­magna end­ur­bæt­ur ferj­unn­ar með ónýtt­um heim­ild­um Vega­gerðar­inn­ar á eng­an hátt ákvæði fjár­reiðulaga og get­ur ekki tal­ist til góðrar stjórn­sýslu. Þá hef­ur Birk­ir J. Jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagt ráðuneyt­in hafa hlutast til um gjörn­ing sem eng­ar bein­ar heim­ild­ir séu fyr­ir í fjár­lög­um og þannig sniðgengið fjár­veit­ing­ar­vald Alþing­is.

Ónýtt­ar heim­ild­ir oft notaðar

Margt fór úr­skeiðis í mál­inu

Hann seg­ir ráðuneyt­in ekki reyna að varpa af sér ábyrgðinni í mál­inu, eins og Birk­ir J. Jóns­son lýsti yfir í gær. Vís­ar hann í því sam­hengi til yf­ir­lýs­ing­ar ráðuneyt­is­stjóra sam­gönguráðuneyt­is­ins. Ef leita eigi uppi alla ábyrgðaraðila í mál­inu, sem séu marg­ir, þá sé Birk­ir án efa einn af þeim sjálf­ur, sem fyrr­ver­andi formaður fjár­laga­nefnd­ar, sem ber að fjalla um all­ar þær fjár­heim­ild­ir sem hún af­greiðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert