Vilja úttekt á nýjum öryggisfatnaði Íslenska járnblendifélagsins

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að kalla eftir úttekt frá Vinnueftirlitinu og trúnaðarlækni starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins á nýjum öryggisfatnaði sem tekinn var í notkun hjá í byrjun maí á þessu ári. Hefur Þórði Magnússyni, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs, verið gerð grein fyrir þessari ákvörðun og mun hann hafa lýst sig sammála því að fá fagaðila til að skoða málið með hagsmuni starfsmanna og fyrirtækisins að leiðarljósi. Þetta kemur fram á fréttavef Verkalýðsfélagsins.

Hinn nýi öryggisfatnaður hefur fallið í grýttan jarðveg hjá starfsmönnum fyrirtækisins m.a. vegna þess hversu heitur hann er en einn starfsmaður mun hafa falið í yfirlið sökum mikils hita frá því fatnaðurinn var tekinn í notkun. Þá mun einn starfsmaður hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna þeirrar hættu sem hann telur fatnaðinn skapa við ákveðin skilyrði.

Starfsmannafundur hefur þegar verið haldinn um málið og á þeim fundi var ákveðið að auka kælingu í kringum ofnanna og einnig var ákveðið að starfsmenn fengju aðgang að orkudrykkjum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert