Vill vínbúðina burt

Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri
Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is

Málefni miðborgarinnar voru rædd á fundi borgarráðs í gær og málið verður tekið frekar fyrir á fundi lögreglustjóra með fulltrúum borgaryfirvalda og skemmtistaða í næstu viku. Borgarstjóri segir að ljóst sé að það sé vilji lögreglustjóra og borgaryfirvalda að grípa til markvissari aðgerða til að bæta ástandið á Laugaveginum og í miðborginni. Ekki sé til dæmis hægt að una því að ógæfusamir einstaklingar áreiti þá sem fari um svæðið, en það sé mjög áberandi, til dæmis á Laugavegi og í Austurstræti. Á síðarnefnda staðnum sé vínbúð sem haldi uppi ákaflega góðri þjónustu og bjóði viðskiptavinum meðal annars upp á að kaupa kaldan bjór í stykkjatali. Nýlega hafi hann ritað ÁTVR bréf þar sem hann hafi óskað eftir því að dregið yrði úr þessari þjónustu. Yfirvöld myndu ekki gráta það að verslunin færi úr Austurstræti, en það væri stjórnar ÁTVR að taka ákvörðun þar um.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert