Danskir dagar í Stykkishólmi eru haldnir um þessa helgi, samkvæmt venju. Þá rifja bæjarbúar upp dönskukunnáttu sína og tengslin við Danmörku.
Mikill fjöldi ferðamanna er í bænum í blíðskaparveðri.
Hátíðin hófst í gærkvöldi með hverfagrilli. Hvert hverfi var sinn samkomustað, þar sem íbúanir hittust, borðuðu saman og skemmtu sér. Í góða veðrinu í gærkvöldi safnaðist fólkið saman í miðbænum.
Að sögn lögreglu var kvöldið og nóttin tiltölulega róleg. Öflug löggæsla er í bænum á meðan á hátíðinni stendur. Í nótt voru 11 lögregluþjónar á vakt sem komu m.a. frá Akranesi og Borgarnesi.
Í dag verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá t.d. leiktæki í Tívólí, Dýrin í Hálsaskógi, Akstjórn Lionsmann. Í kvöld verður bryggjuball, flugeldasýning og veitingarstaðir opnir. Á morgun verður messað á dönsku í gömlu kirkjunni. Miðað við hve veðrið leikur við bæjarbúa og gesti verður gaman að vera í Hólminum þessa helgi.