Annað kuml fannst í gær í fornleifauppgreftrinum í Hringsdal í Arnarfirði. Ekki er vitað hversu margar beinagrindur eru í kumlinu en talið er að beinin séu frá 9. eða 10. öld. Óvíst er hvort beinin verða öll grafin upp áður en uppgreftrinum lýkur í sumar en til stóð að ljúka honum í gærkvöldi.
Þetta er annað sumarið sem fornleifafræðingar, undir forystu Adolfs Friðrikssonar, grafa í Hringsdal en í fyrra fannst þar heillegt kuml með beinum manns og munum sem lagðir höfðu verið honum við hlið. Var verið að kanna svæðið í kringum kumlið sem fannst í fyrra þegar fornleifafræðingarnir grófu sig niður á mannabein.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.