Metþátttaka er í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Skráðir þátttakendur eru 11.300 miðað við 10.200 í fyrra. Búist er við að talan gæti hækkað, þar sem enn er verið við að skrá þáttakendur í Latabæjarhlaup. Þá hafa áheiti á hlaupara náð 28 milljónum, en voru 23 milljónir í fyrra. Maraþonhlauparar, sem hlaupa 42 km, voru ræstir fyrstir klukkan 9:10.
Keppendur í 10 km hlaupi eru meira en tvöfalt fleiri heldur en í fyrra og tæplega tvöfalt fleiri keppendur taka þátt í hálfmaraþoni.
Forskráðir þátttakendur voru í gær 38% fleiri í ár, eða 8.300 manns miðað við 6.000 í fyrra. Maraþonhlauparar, sem hlaupa 42 km, voru ræstir fyrstir klukkan 9:10.
Hlaup dagsins.
Kl. 09:10 Maraþon
Kl. 09:10 Hálfmaraþon
Kl. 10:00 10 km
Kl. 12:00 3 km skemmtiskokk
Í maraþonhlaupi var boðið upp á að fara af stað fyrr, eða klukkan 8:00 í morgun, þartímatöku lýkur klukkan 15:00. Latabæjarhlaup fer fram á svæðinu fyrir framan Háskóla Íslands.