Þrenn mistök við afgreiðslu lyfja hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar það sem af er árinu en sextán árið 2005 og sjö árið 2006. Telur Lyfjastofnun að lyfsalar láti stofnunina ekki vita af öllum þeim mistökum sem þeim ber að tilkynna.
Regína Hallgrímsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnunar, segist ekki hissa á því ef fáliðun faglærðs starfsfólks í apótekum á Íslandi skýrir að hluta til mistökin sem verða.
„Þar sem eru margir ófaglærðir er álagið gífurlegt á þá faglærðu. Það eru náttúrlega ákveðnir hlutir sem lyfjafræðingar eiga að skoða þegar þeir taka við lyfseðlum, en þær aðstæður sem myndast þegar of fáir lyfjafræðingar eru á vakt bjóða hættunni heim."
Nánar í Blaðinu