Vissu að kostnaðurinn yrði meiri

Grímseyjarferja
Grímseyjarferja mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Eft­ir Þórð Snæ Júlí­us­son - thor­d­ur@bla­did.net

Full­trú­ar sam­gönguráðuneyt­is, fjár­málaráðuneyt­is og Vega­gerðar­inn­ar vissu að ný Gríms­eyj­ar­ferja kostaði mun meira en heim­ild var til áður en skipið var keypt.

Í fund­ar­gerð sem Blaðið hef­ur und­ir hönd­um seg­ir orðrétt að „fyr­ir virðist liggja að sam­an­lagður kostnaður vegna nýrr­ar Gríms­eyj­ar­ferju geti numið 250 millj­ón­um króna." Um­rædd­ur fund­ur var hald­inn í Vega­gerðinni þann 25. nóv­em­ber 2005, sex dög­um áður en skipið var keypt. Und­ir fund­ar­gerðina kvitta Jón Rögn­valds­son vega­mála­stjóri, Gunn­ar Gunn­ars­son aðstoðar­vega­mála­stjóri, Jó­hann Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri í sam­gönguráðuneyt­inu, og Þór­hall­ur Ara­son frá fjár­málaráðuneyt­inu. Enn­frem­ur seg­ir í fund­ar­gerðinni að „nokkuð ljóst [er] að all­marg­ir mánuðir munu líða þar til skipið er til­búið og hægt verður að setja eldra skip í sölumeðferð. Heild­ar­dæmið verður því eng­an veg­inn ljóst fyrr en að þess­um tíma lokn­um."

Þegar rík­is­stjórn Íslands veitti heim­ild til kaup­anna í apríl 2005 var kostnaður­inn sagður vera 150 millj­ón­ir króna. Í fund­ar­gerðinni er sér­stak­lega vísað til þeirr­ar samþykkt­ar en samt sem áður ákveðið, án frek­ara sam­ráðs við rík­is­stjórn­ina, að viðbótar­fjármögn­un kaup­anna verði af ónotuðum heim­ild­um Vega­gerðar­inn­ar. Hefði hún ekki svig­rúm til að nýta ónotaðar fjár­heim­ild­ir myndi fjár­málaráðuneytið heim­ila yf­ir­drátt fyr­ir því sem vantaði upp á.

Rík­is­end­ur­skoðun gerði al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þessa ákvörðun í svartri skýrslu sinni um málið og taldi hana á eng­an hátt stand­ast ákvæði fjár­reiðulaga. Árni Mat­hiesen fjár­málaráðherra sagði í Blaðinu í gær að þess­ar aðfinnsl­ur Rík­is­end­ur­skoðunar væru rang­ar og að bein­lín­is væri gert ráð fyr­ir svona milli­færsl­um á fjár­mun­um.

Fjár­laga­nefnd Alþing­is hef­ur þrátt fyr­ir þau orð ráðherr­ans boðað til fund­ar næst­kom­andi fimmtu­dag. Gunn­ar Svavars­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, staðfest­ir að boðað hafi verið til sér­staks fund­ar um mál Gríms­eyj­ar­ferj­unn­ar á þeim degi.

„Þar verða kallaðir á fund fjár­laga­nefnd­ar full­trú­ar Vega­gerðar­inn­ar, full­trú­ar sam­gönguráðuneyt­is­ins og full­trú­ar fjár­málaráðuneyt­is­ins. Hver í sínu lagi."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert