20 ungmenni færð í athvarf

Lögregla hafði í nógu að snúast á Menningarnótt. Mikil ölvun …
Lögregla hafði í nógu að snúast á Menningarnótt. Mikil ölvun var, ekki síst meðal barna. mbl.is/Júlíus

Rúm­lega tutt­ugu ung­menni voru færð í sér­stakt at­hvarf á Menn­ing­arnótt og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Hringt var í for­eldra þeirra og þeim gert að sækja börn sín en ástand sumra var mjög slæmt sök­um ölv­un­ar.

Hóp­ur svæðis­lög­reglu­manna sem hélt úti öfl­ugu eft­ir­liti í gær­kvöld og í nótt, en til­gang­ur þess var að vinna gegn ólög­legri úti­vist og áfeng­is­drykkju, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Af­skipti voru höfð af yfir 100 ung­ling­um. Þeir sem brutu regl­ur um úti­vist­ar­tíma var vísað heim eða færðir í at­hvarf. Þá var miklu magni af áfengi hellt niður. Al­mennt séð var ekki mikið um brot á lög­um um úti­vist­ar­tíma en þeim mun meira um brot á áfeng­is­lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert