Rúmlega tuttugu ungmenni voru færð í sérstakt athvarf á Menningarnótt og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Hringt var í foreldra þeirra og þeim gert að sækja börn sín en ástand sumra var mjög slæmt sökum ölvunar.
Hópur svæðislögreglumanna sem hélt úti öflugu eftirliti í gærkvöld og í nótt, en tilgangur þess var að vinna gegn ólöglegri útivist og áfengisdrykkju, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Afskipti voru höfð af yfir 100 unglingum. Þeir sem brutu reglur um útivistartíma var vísað heim eða færðir í athvarf. Þá var miklu magni af áfengi hellt niður. Almennt séð var ekki mikið um brot á lögum um útivistartíma en þeim mun meira um brot á áfengislögum.