Siglingar tveggja báta voru stöðvaðar utan við Reykjavíkurhöfn um miðnætti í gær. Skipstjórar bátanna gátu ekki framvísað haffærisskírteini, en annar þeirra var jafnframt undir áhrifum áfengis. Varðskipsmaður sá um að sigla fleyi hans til hafnar en umræddur skipstjóri var auk þess án skipstjórnarréttinda, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.