Lögreglustjóri segir ástandið í miðborginni eins og við var að búast

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins var á vaktinni í Lækjargötunni ásamt …
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins var á vaktinni í Lækjargötunni ásamt fleiri löggæslumönnum. mbl.is/Júlíus

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins var meðal þeirra sem sinntu löggæslu í miðborginni í kvöld og ætlar hann að vera á vaktinni fram á nótt. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fljótlega eftir miðnætti sagði hann að ástandið í miðborginni væri líkt við hafi verið að búast. „Þar fer saman gott veður, mikill mannfjöldi, mikið um unga krakka og nokkuð mikil ölvun," sagði Stefán.

Slökkvilið, lögregla, björgunarsveitir og fleiri viðbragðsaðilar eru með talsverðan viðbúnað til að tryggja öryggi fólks á Menningarnótt en lögregla tekur hart á unglingadrykkju í nótt. Miðbæjarathvörf í Foreldrahúsi Vonarstræti 4b og íþróttahúsi Kennaraháskólans eru opin í nótt. Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík, Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur standa sameiginlega að rekstri athvarfanna.

Lögreglan færir börn yngri en 16 ára í athvarfið séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma samkvæmt barnaverndarlögum svo og þau ungmenni yngri en 18 ára sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert