arnthorh@mbl.is
Fyrirtækið Neurim Pharmaceuticals hefur nýlega fengið markaðsleyfi fyrir hormóninu (kirtlavakanum) melatónín innan Evrópska efnahagssvæðisins undir sérheitinu Circadin.
"Eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir mun Nycomed-lyfjafyrirtækið setja lyfið á markað í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi," sagði Þorbjörg Kjartansdóttir, yfirmaður skráningarsviðs Lyfjastofnunar. "Markaðssetning hefst á síðasta fjórðungi þessa árs, en ekki er vitað hvenær það verður hér á landi." Melatónín hefur verið þekkt í nokkra áratugi. Ýmsir taka það til þess að vinna gegn tímamismun og færðar hafa verið sönnur á að hormónið geti bætt svefn fjölda fólks, þar á meðal þeirra sem eru með árstíðabundna dægurvillu og blinds fólks, sem þjáist af svefnröskun.
"Við notum sömu skilgreiningu á lyfjum og lönd Evrópusambandsins. Vitað er að melatónín hefur áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi líkamans og þess vegna er efnið skilgreint sem lyf.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.