Slösuð kona komin til Egilsstaða

Við Öskjuvatn.
Við Öskjuvatn.

Kona sem varð fyrir grjóthruni í Víti við Öskju var flutt á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, að sögn lögreglunnar á Húsavík.

Konan varð fyrir grjóthruni í Víti við Öskju fyrr í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, þurfti að lenda norðan við gíginn vegna hættu á frekara hruni. Björgunarsveitarmenn sem voru í nágrenninu í einkaerindum voru fyrstir á staðinn og hlúðu að konununni ásamt hollenskum lækni þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn. Slysið varð í miklum bratta og lausamöl, sem gerir flutninga erfiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert