Bestu bolir í heimi

Ungmennaráð Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fer nú af stað með fjáröflunar- og vitundarvakningarverkefni sem þau kalla „bestu boli í heimi”. Bolunum er ætlað að vekja athygli á því að 30 þúsund börn deyja á dag af orsökum sem UNICEF segir einfalt og ódýrt að koma í veg fyrir. Um er að ræða fyrsta verkefni nýstofnaðs ungmennaráðs UNICEF á Íslandi.

Hönnun bolanna var í höndum verslunarinnar Kronkron. Þeir eru skreyttir loftbelgjum, en aðeins útlínur eins loftbelgsins sjást og vísar hann þannig í það verk sem óunnið er og að framlag hvers og eins skipti miklu máli. Segja ungmennaráðsmenn að með því að ganga í bolunum sýni fólk samstöðu í baráttunni fyrir réttindum barna og bættum lífskilyrðum þeirra.

Heimasíða UNICEF á Íslandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert