Dregið úr innsendum vængjum

Gæsavertíðin hófst í morgun, og Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) hvetur gæsaskyttur til að senda „Gæsa-Arnóri“ væng af fuglum sem þeir veiða, en SKOTVÍS er nú í átaksverkefni í samstarfi við Arnór Þóri Sigfússon til að meta hvort gæsastofninn sé í vexti eða að minnka.

Einar Haraldsson, stjórnarmaður í SKOTVÍS, segir að allir sem sendi inn vængi fái að taka þátt í happdrætti þar sem „dregið verði úr innsendum vængjum,“ og haglabyssa eða önnur vegleg verðlaun í boði.

Einar segir að líklega verði skotnar 40-45 þúsund gæsir á þessari vertíð, um 30 þúsund grágæsir, 10-12 þúsund heiðargæsir og um eitt þúsund helsingjar. Blesgæsir eru aftur á móti friðaðar.

Til leiðréttingar skal tekið fram að Arnór Þórir starfar hjá verkfræðistofunni VST, en ekki VSÓ líkt og kemur fram í myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert