Íslendingahópur farinn frá Yucatan-skaga

Ferðamenn baða sig í sólinni í Cancun í gær. Fellibylurinn …
Ferðamenn baða sig í sólinni í Cancun í gær. Fellibylurinn Dean er væntanlegur þangað á morgun. Reuters

Tíu Íslendingar sem hafa verið í útskriftarferð í Cancún í Mexíkó eru komnir frá Yucatan-skaga og eru á leið til bæjarins Villa Hermosa, og fara þaðan til Mexíkóborgar. Búist er við því að fellibylurinn Dean gangi yfir Yucatanskaga seint í kvöld og nái svo Mexíkóborg síðar í vikunni. Um tíma leit út fyrir að hópurinn kæmist ekki frá Cancun og þyrfti að hafast þar við meðan fellibylurinn gengi yfir, en allt útlit er nú fyrir að þau verði a.m.k. degi á undan Dean.

Eva Sólan, ein Íslendinganna segir að glampandi sól sé og ekki sé merkjanlegt að fellibylur sé yfirvofandi. Hópurinn verður í Mexíkóborg í nótt, en þangað er fellibylurinn ekki væntanlegur fyrr en síðar í vikunni, Íslendingarnir fara svo með flugi til New York í fyrramálið, og þaðan til Íslands.

Dean hefur þegar valdið miklum usla, m.a. á Jamaíku, og hafa a.m.k. níu manns látist vegna hans. Dean er nú sagður „hættulegur fjórða stigs fellibylur" en hann muni að líkindum hafa náð fimmta stigi þegar hann berst til Yucatan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert