Íslendingahópur farinn frá Yucatan-skaga

Ferðamenn baða sig í sólinni í Cancun í gær. Fellibylurinn …
Ferðamenn baða sig í sólinni í Cancun í gær. Fellibylurinn Dean er væntanlegur þangað á morgun. Reuters

Tíu Íslend­ing­ar sem hafa verið í út­skrift­ar­ferð í Cancún í Mexí­kó eru komn­ir frá Yucat­an-skaga og eru á leið til bæj­ar­ins Villa Hermosa, og fara þaðan til Mexí­kó­borg­ar. Bú­ist er við því að felli­byl­ur­inn Dean gangi yfir Yucat­anskaga seint í kvöld og nái svo Mexí­kó­borg síðar í vik­unni. Um tíma leit út fyr­ir að hóp­ur­inn kæm­ist ekki frá Cancun og þyrfti að haf­ast þar við meðan felli­byl­ur­inn gengi yfir, en allt út­lit er nú fyr­ir að þau verði a.m.k. degi á und­an Dean.

Eva Sól­an, ein Íslend­ing­anna seg­ir að glamp­andi sól sé og ekki sé merkj­an­legt að felli­byl­ur sé yf­ir­vof­andi. Hóp­ur­inn verður í Mexí­kó­borg í nótt, en þangað er felli­byl­ur­inn ekki vænt­an­leg­ur fyrr en síðar í vik­unni, Íslend­ing­arn­ir fara svo með flugi til New York í fyrra­málið, og þaðan til Íslands.

Dean hef­ur þegar valdið mikl­um usla, m.a. á Jamaíku, og hafa a.m.k. níu manns lát­ist vegna hans. Dean er nú sagður „hættu­leg­ur fjórða stigs felli­byl­ur" en hann muni að lík­ind­um hafa náð fimmta stigi þegar hann berst til Yucat­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka