Kæru Landverndar vegna framkvæmda í Heiðmörk vísað frá

Frá framkvæmdunum í Heiðmörk.
Frá framkvæmdunum í Heiðmörk. mbl.is/RAX

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur vísað kæru Landverndar vegna framkvæmda við vatnslögn um Heiðmörk frá án efnislegrar meðhöndlunar. Fram kemur á heimasíðu Landverndar, að í úrskurðinum segi að Landvernd eigi ekki aðild að kærumáli um lögmæti hinna umdeildu framkvæmdaleyfa.

Í kæru Landverndar var bent á að framkvæmdin brýtur í bága við a.m.k. fjóra lagabálka, þ.e.a.s. skipulags- og byggingarlög, skógræktarlög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og lög um náttúruvernd. Landvernd segir, að ekki sé í úrskurðinum gerður ágreiningur við ábendingar um lögbrotin enda hafi kæran ekki fengið efnislega meðhöndlun hjá úrskurðarnefndinni.

Landvernd

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert