Reyndi að kasta fíkniefnum yfir fangelsisgirðingu

Tvö fíkniefnamál, sem bæði tengjast fangelsinu á Litla-Hrauni, komu til kasta lögreglunnar á Selfossu í síðustu viku. Annars vegar var um að ræða kannabis sem fannst í fórum fanga og hins vegar amfetamín sem fannst á svæði milli öryggisgirðinga við fangelsið.

Lögreglan segir, að einhver hafi ætlað að kasta plasthylki sem fíkniefnið var í inn fyrir girðingarnar en ekki haft nægan kraft þannig að hylkið náði ekki yfir nema aðra girðinguna.

Lögreglan segir, að ekki sé vitað hver það var sem ætlaði að koma fíkniefnunum inn á fangelsislóðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert