Vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri líkt og undanfarin ár en að sögn skóladeildar Akureyrarbæjar er þó óráðið 1-2 stöður sem eru lausar m.a. vegna forfalla. Hlutfall fagmenntaðra er um 99%. 2570 nemendur eru á grunnskólaaldri á Akureyri og 1055 börn verða í leikskólum.
Af skólum Akureyrar verður Brekkuskóli fjölmennastur með um 540 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 20. Þá munu 28 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár. Um 260 nemendur hefja nám í 1. bekk grunnskóla og einnig um 260 börn hefja nám í leikskóla. Af þessum 260 börnum hafa verið tekin inn 44 börn fædd árið 2006.
Í grunnskólunum eru nú um 265 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur störf, svo sem umsjónarmenn húsa, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og ritarar. 404 starfsmenn sitja nú í þessum 362 stöðugildum.
Hlutfall fagmenntaðra starfsmanna á deild í leikskólum bæjarins er um 75% og eru skólarnir nánast fullmannaðir. Heildarfjöldi stöðugilda í leikskólunum eru nú um 245 og í þeim sitja 310 starfsmenn.