Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball

Frá Þjóðhátíð í Eyjum.
Frá Þjóðhátíð í Eyjum. mbl.is/Ómar
Húkkaraball er jafnan haldið á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og nú hefur íþróttafélagið ÍBV, sem stendur fyrir samkomunni, fengið einkarétt á nafninu. Friðbjörn Valtýsson framkvæmdastjóri ÍBV sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að félagið hefði sótt til Einkaleyfastofu um að fá orðin Húkkaraball, Brekkusöng og Þjóðhátíð skráð sem orðmerki sem er sambærilegt við vörumerki, en fengið synjun á hinum síðastnefndu.

„Það hefur borið á því að veitingamenn hingað og þangað hafi verið að halda svona ball í aðdraganda Þjóðhátíðar,” sagði Friðbjörn er hann var inntur eftir ástæðunni fyrir vörumerkjaumsókninni.

„Það er ekki bara hægt að eignast einkaleyfi á vörumerkjum heldur á svokölluðum orðmerkjum líka,” bætti hann við.

Friðbjörn sagði að ekki stæði til að beita sektum eða fangelsisvist fyrir notkun á orðinu Húkkaraball en að þeim þætti vænt um að menn bæðu um leyfi.

Það má enginn nota orðmerkið Húkkaraball í markaðsfræðilegum tilgangi nema ÍBV veiti fyrir því leyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka