Ferðamannahópar oft ekki með leiðsögumenn

Herðubreið
Herðubreið mbl.is/RAX

Sífellt verður meira um að ferðamenn komi í hópferðir hingað til lands á vegum erlendra ferðaskrifstofa og í mörgum tilvikum eru hóparnir ekki með leiðsögumann heldur hópstjóra. Að sögn leiðsögumanns getur það skapað hættu því oftar en ekki eru hópstjórarnir ekki vel að sér í íslenskum aðstæðum og illa undir það búnir ef slys ber að garði.

Rósa Björk Halldórsdóttir leiðsögumaður var við Öskju með hóp af Ítölum þegar kona í öðrum hóp lenti þar í grjóthruni á sunnudag. Hún segir engan í hinum hópnum hafa talað ensku og því hafi hún tekið að sér að kalla eftir hjálp, hlúa að konunni og túlka.

"Ég er mjög fegin að við vorum á staðnum, svona miðað við aðstæður þeirra. Þau vissu ekkert hvernig þau áttu að bera sig að, s.s. hvernig þau áttu að leita eftir hjálp," segir Rósa sem er ekki sátt við hversu margir slíkir hópar eru. Konan sem slasaðist er á batavegi og liggur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert