Glitnir hækkar vexti á íbúðalánum

Glitnir hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum íbúðalánum frá og með 21. ágúst. Vextir húsnæðislána án vaxtaendurskoðunar hækka úr 5,20 % í 5,80 %. Vextir húsnæðislána með vaxtaendurskoðun hækka úr 6,20 % í 6,50 %.

Í tilkynningu frá Glitni kemur fram að þetta gildir um ný lán sem verða stofnuð frá og með deginum í dag, 21. ágúst en hefur ekki áhrif á eldri lán. Ástæðu hækkunarinnar nú má rekja til vaxtahækkana á mörkuðum undanfarið og aðstæðna á fjármálamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert