Hagvöxtur mestur á höfuðborgarsvæði og Austurlandi

Mikil uppbygging hefur verið á Austurlandi undanfarin ár.
Mikil uppbygging hefur verið á Austurlandi undanfarin ár. mbl.is/Steinunn

Hagvöxtur er mestur á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum skýrslu, sem Byggðastofnun hefur gert í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um hagvöxt í einstökum landshlutum á tímabilinu 1998 til 2005. Hagvöxtur á mann er minnstur á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og er raunar neikvæður.

Í skýrslunni kemur fram, að mikill munur er milli landshluta er á því hvaða atvinnugreinar mynda hagvöxtinn. Þjónusta skýrir mestan vöxt á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum vex þjónusta einnig mikið. Á Austurlandi skýrir byggingarstarfsemi hins vegar langmest hagvöxt. Á Vesturlandi er mestur vöxtur í þjónustu og iðnaði. Á Suðurlandi skiptist hagvöxtur nokkuð jafnt milli atvinnugreina en samdráttur er í veiðum. Samdráttur í veiðum og fiskvinnslu skýra neikvæðan hagvöxt á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

Hagvöxtur á Austurlandi var 24% árið 2005, samkvæmt skýrslunni. Er það aðallega rakið til Kárahnjúkavirkjunar og smíði álvers á Reyðarfirði. Einnig var nokkuð um húsbyggingar, mest á Egilsstöðum, auk þess sem þjónusta óx töluvert.

Á Vesturlandi var vöxtur um 11% frá 2004 til 2005. Mest óx iðnaður en einnig var kraftur í byggingum, meðal annars við Norðurál í Hvalfirði, og í þjónustu. Á höfuðborgar-svæðinu er 10% hagvöxtur eins og árið á undan. Í öðrum landshlutum var hagvöxtur frá fáum prósentum og niður í 3% samdrátt á Norðurlandi vestra. Þar hefur framleiðsla dregist saman í fimm af sjö árum frá 1998.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert