Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist

Frá prestastefnu á Húsavík fyrr á þessu ári.
Frá prestastefnu á Húsavík fyrr á þessu ári. Ljósmynd Hafþór

Í könn­un, sem ný­lega var gerð meðal starf­andi presta Þjóðkirkj­unn­ar um staðfesta sam­vist, kem­ur fram að 65 pró­sent svar­enda eru mjög eða frek­ar hlynnt því að prest­um Þjóðkirkj­unn­ar verði veitt heim­ild til að fram­kvæma staðfesta sam­vist. Svipaður fjöldi tel­ur lík­legt að hann myndi nýta sér slíka heim­ild.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bisk­ups­stofu var aðdrag­andi þess að ráðist var í könn­un­ina sá, að á presta­stefnu í apríl kom fram til­laga þess efn­is að prest­um Þjóðkirkj­unn­ar, sem það kysu, yrði heim­ilað að vera lög­form­leg­ir vígslu­menn staðfestr­ar sam­vist­ar á grund­velli álits kenn­ing­ar­nefnd­ar Þjóðkirkj­unn­ar.

Til­lög­unni var vísað til kenn­ing­ar­nefnd­ar en Presta­stefna samþykkti jafn­framt ósk um að könn­un um hug presta til þess­ar­ar þjón­ustu yrði fram­kvæmd.

Í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar frá maí 2007 er talað um að veita trú­fé­lög­um heim­ild til að staðfesta sam­vist sam­kyn­hneigðra. Því þótti rétt að miða spurn­ing­ar við það. Með hliðsjón af stjórn­arsátt­mál­an­um var spurt: Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) því að Kirkjuþing samþykki að prest­um Þjóðkirkj­unn­ar verði veitt sú heim­ild?

Tæp­lega 53% svar­enda voru mjög hlynnt, 12% frek­ar hlynnt. Rúm 20% svar­enda voru mjög and­víg­ir og 6,5% frek­ar and­víg­ir. Þá var spurt: Hversu lík­legt eða ólík­legt er að þú mun­ir nýta þér slíka heim­ild? 64% töldu það mjög eða frek­ar lík­legt, en 27% mjög eða frek­ar ólík­legt.

Tæp­lega 80% kven­presta í hópi svar­enda eru mjög eða frek­ar hlynnt því að Kirkjuþing samþykki að prest­um Þjóðkirkj­unn­ar verði veitt sú heim­ild og rúm­lega 59% karlpresta. Prest­ar sem hafa unnið 15 ár eða skem­ur eru bæði hlynnt­ari þessu og lík­legri til þess að nota heim­ild­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka