Punktarnir eru dýrir

Lögreglumenn við hraðamælingar með radar.
Lögreglumenn við hraðamælingar með radar. mbl.is/RAX
Eft­ir Friðrik Ársæls­son

fri­drik@mbl.is

Bú­ast má við því að um 500–600 nýbakaðir öku­menn þurfi að þreyta sér­stakt nám­skeið vegna akst­urs­banns og svipt­ing­ar bráðabirgðaskír­tein­is á hverju ári í kjöl­far breyt­inga sem gerðar voru á um­ferðarlög­um í vor. Hand­haf­ar bráðabirgðaöku­skír­tein­is, sem ým­ist eru sett­ir í akst­urs­bann eða svipt­ir rétt­ind­um, þurfa að ljúka nám­skeiðinu og taka bæði skrif­legt og verk­legt öku­próf á nýj­an leik. Að sögn reyndra öku­kenn­ara mun heild­ar­kostnaður þess­ara öku­manna, sem lang­flest­ir eru á ald­urs­bil­inu 17–20 ára, ekki nema lægri fjár­hæð en 150.000 krón­um.

Ekki mega fleiri en 12 öku­menn sækja hvert nám­skeið sem sam­an­stend­ur af tólf kennslu­stund­um og tveim­ur verk­leg­um tím­um. Sér­frótt fag­fólk á borð við sál­fræðinga ann­ast hluta kennsl­unn­ar.

Auk þess­ar­ar breyt­ing­ar á um­ferðarlög­um var ákvæði um akst­urs­bann bætt við lög­in í vor. Sam­kvæmt því skal lög­reglu­stjóri leggja akst­urs­bann á hand­hafa bráðabirgðaskír­tein­is sem fengið hef­ur 4 punkta vegna um­ferðarlaga­brota. Öku­rétt­ind­in eru ekki veitt aft­ur fyrr en byrj­and­inn hef­ur sótt fyrr­nefnt nám­skeið og staðist öku­próf.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert