Þjófur handtekinn í Kópavogi

Karl­maður um fer­tugt var hand­tek­inn í Kópa­vogi í gær en í bíl hans fund­ust all­marg­ir hlut­ir sem maður­inn gat ekki gert grein fyr­ir. Lög­regl­an seg­ir að talið sé að um þýfi sé að ræða en maður­inn stal einnig bíl í gær og tók úr hon­um ýmsa muni.

Þegar maður­inn var hand­tek­inn var hann kom­inn á sinn eig­in bíl en hann mun líka þurfa að svara til saka fyr­ir að aka bæði svipt­ur öku­leyfi og und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Hálf­fer­tug kona var sömu­leiðis hand­tek­in á vett­vangi í Kópa­vogi vegna aðild­ar sinn­ar að mál­inu en hún var jafn­framt eft­ir­lýst hjá lög­reglu fyr­ir aðrar sak­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert