Úthlutað úr styrktarsjóði Baugs Group

Stórsveit Samúels J. Samúelssonar fékk m.a. úthlutað úr sjóðnum og …
Stórsveit Samúels J. Samúelssonar fékk m.a. úthlutað úr sjóðnum og þakkaði fyrir sig með tónlist. mbl.is/G. Rúnar

Styrktarsjóður Baugs Group úthlutaði í dag 38,4 milljónum króna til 45 verkefna. Afhenti Jóhannes Jónsson styrkina fyrir hönd sjóðsins. Er þetta í fjórða sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum sem stjórn Baugs Group stofnaði í júní 2005 með 300 milljón króna stofnframlagi.

Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað það hlutverk að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalífs. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en auk hans sitja Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir í stjórn.

Hæstu styrkina nú hlutu Krabbameinsfélagið Framför til rannsókna á krabbameini í blöðruhálskirtli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, SJS Music slf. vegna tónleikaferðar Stórsveitar Samúels Jóns Samúelssonar um landsbyggðina, MIRRA til uppbyggingar á þekkingabanka um innflytjendur á Íslandi, söfnunin Átak gegn eiturlyfjum og Rauði Kross Íslands fyrir kynningavikuna „Söfnum sjálfboðaliðum til að rjúfa félagslega einangrun”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert